31. mars 2014

Laugardagsgöngutúr

Ég er búin að vera hálfslöpp síðan á miðvikudaginn og átti þess vegna frekar rólega helgi. Ég er aðallega búin að vera að horfa á Dexter og prjóna. Á laugardaginn skelltum við Karl-Kristian okkur samt aðeins í bæinn. Mig vantaði svo buxur og fann þessar í H&M. Ég keypti þær og er hæstánægð með þær. Við versluðum í matinn fyrir helgina og enduðum svo ferðina á kaffihúsi. Ég tók nokkrar skemmtilegar myndir á leiðinni sem þið sjáið hér fyrir neðan.

Karl-Kristian taldi að minnsta kosti 13 hjól á botni Niðarár.

Niðará var svo vatnslítil að þegar við gengum yfir brúnna sáum við til botns í henni og þar leyndust fjöldamörg reiðhjól. Þið getið reynt að telja hvað þið sjáið mörg á myndinni hér að ofan.


Karl-Kristian að gera grín við Niðarósdóminn.


Kisa ákvað að spássera aðeins á þessum bensi.

Í gær bauð frænka Karls-Kritians okkur í mat ásamt bróður hans. Þau frændsystkinin skiptast á að bjóða hvert öðru í mat og í gær fengum við ágætis spínatpæ og salat. Næst er komið að Karli-Kristiani (og mér) að útbúa mat handa frænku sinni og bróður.

2 ummæli:

  1. Fínar buxur og mjög svo skemmtilegar myndir. Veistu afhverju það eru svona mörg hjól í ánni? :)

    SvaraEyða
  2. Ég hef ölvaða hjólaþjófa undir grun. Áin er yfirleitt stífluð einu sinni á ári til að hreinsa upp úr henni, þannig að þetta er búið að safnast fyrir á innan við ári.

    SvaraEyða