22. febrúar 2015

Hraunsnef

Á leið okkar heim frá Snæfellsnesi í sumar, komum við við í sveitinni hjá Jóhanni frænda og Brynju konunni hans. Þau stunda búskap, veitinga- og hótelrekstur á bænum Hraunsnefi, í Borgarfirði rétt hjá Bifröst.
Hraunsnef sveitahótel

Ég fékk mér Hraunsnefsborgara ef mig misinnir ekki.

 Dýrin á bænum. Landnámshænur og lamb* með skitu.

Í torfæruferð með Jóhanni bónda.


 Við Karl-Kristian erum miklir dýravinir.


*Til gamans má geta að ég borðaði þetta lamb í matarboði hjá Jóhanni og Brynju um jólin. Það var mjög ljúffengt.