10. mars 2014

Morgunkaffi

Í dag drukkum við Karl-Kristian kaffið úr glænýjum bollum. Ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá mínum bolla og svo skelli ég í færslu um bollan hans Karls-Kristians fljótlega.

Hamingjusöm með kaffi, úfið hár og skökk gleraugu.

Það er frekar vandræðalegt að segja frá því að þetta fyrsta (og enn sem komið er eina) eBayuppboð mitt var frekar misheppnað. Ég sá þennan frábæra bolla með mynd af Elísabetu drottningu öðrum megin og Filipi hinum megin, sem enginn(???) var búinn að bjóða í. Ég var því (aðeins of) snögg að bjóða 1 pund í hann. Ég fæ upp glugga "Staðfestir þú að bjóða 1 pund í bollan?" og ég bara "OK". Þá fæ ég upp nýjan glugga: "Þú hefur boðið 1 pund í Elísabetarkaffibolla auk 15 punda í sendingarkostnað." Allt í einu fór bollin frá því að vera hræódýr í að vera rándýr.

Þegar ég vann uppboðið sendi ég tölvupóst til eigandans og spurði hvort það væri nokkur séns á að senda hann fyrir minni pening og fékk sendingarkostnaðinn niður í 9 pund. Fjúff! En aftur að bollanum. Þessi bolli var sérstaklega gerður í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra 1997 og er með gullrönd efst. Afskaplega lekker! Ártölin fyrir neðan myndirnar af turtildúfunum eru 1947, árið sem þau giftu sig og 1997, árið sem bollinn var gerður og þau héldu upp á silfurbrúðkaup.

 Bollinn í allri sinni dýrð.

Nú halda eflaust margir að ég hafi sérstakan áhuga á konungsfjölskyldunni/kóngafólki almennt en það er kolrangt; Ég er bara veik fyrir bollum sem láta mig líta út fyrir að vera 50 árum eldri en ég er. 

4 ummæli:

  1. hahah ég elska þetta! Vertu líka velkomin á Ebay - nú verður ekki aftur snúið ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir! Næst ætla ég að athuga hver sendingarkostnaðurinn er áður en ég skuldbind mig til að borga hann.

      Eyða
  2. Mikið svagalega er ég abbó :/

    SvaraEyða
    Svör
    1. Ég skal leyfa þér að prófa hann ef þú heimsækir mig einhvern tímann.

      Eyða