Ég kláraði eina vettlinga um helgina og var að ljúka við að þvo þá og pressa. Það var rosalega gaman að prjóna þetta írska munstur, frá Araneyju, sem ég fann í bókinni Folk Mittens eftir Marciu Lewandowski. Munstrið sést vel á myndinni hér fyrir neðan til vinstri, en liturinn er meira eins og á myndinni til hægri. Mér finnst mjög fallegt að hafa svona kaðlamunstur í stroffinu.
Núna er ég byrjuð á vettlingum með áttablaðarós úr Vettlingabókinni eftir snillinginn hana mömmu.
Mjög fínir :) Svolítið eins og laufblað í lófanum.
SvaraEyða