7. mars 2014

Myndadagbók

Í gær þegar ég vaknaði ákvað ég að taka myndir af öllu sem ég gerði. Ég ætla að vera svo örlát að leyfa ykkur að njóta þess. Ég gleymdi þessu smá þegar kvölda tók en hér er dagurinn minn í myndum og máli.

11:00 - Var steinsofandi en reif mig á fætur 10 mín seinna. Ég hefði getað sofið a.m.k. klst lengur en ákvað að láta 10 tíma svefn nægja.

11:30 - Fékk mér ristað brauð með smjöri og osti ásamt ávaxtasafa í morgunmat.

12:00 - Nóg að gera. Todolisti fyrir mastersverkefnið.

13:00 - Reyndi að skilja hvernig greinarhöfundar hefðu metið aðferðina sína í þessari grein, til að geta gert hið sama við mína aðferð.

13:30- Hitað upp með kaffi og flísteppi. Takið eftir því hvað nefið á mér er lítið inni í bollanum. Híhí.

 14:00 - Fór út að skokka. Mér finnst ég eigi skilið verðlaun fyrir þessa litasamsetningu. Skærbleikur bolur, rauður jakki, bláir vettlingar, appelsínugulur iPodhaldari, dökkbleikir sokkar og eldrautt andlit.

Eftir allan hamaganginn gleymdi ég myndavélinni en ég man samt nokkurnveginn hvað ég gerði.
15:30 - Sturta
16:00 - Fór á Samfundet til að bera krapvélina sem við fengum lánaða út í bíl.
17:00 - Skellti pulsum í ofninn og bar þær fram með lompe, kartöflusalati, klettasalati, sinnepi og sweet chilisósu.
18:00 - Hélt áfram með mastersverkefnið.
21:45 - Talaði við mömmu, pabba, Orra og Ragnheiði Kristínu á Skype.

22:30 - Horfði á Hróa hött með Vegardi og prjónaði ungbarnavettling.

Þannig var gærdagurinn hjá mér. Núna ætla ég að skella mér upp í skóla með Karli-Kristiani og læra meira. Góða helgi!

2 ummæli:

 1. Mjög skemmtileg innsýn í líf þitt, sérstaklega nefmyndin. Er alltaf svona kalt innandyra í Noregi á veturna?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nei nei, bara í gömlum húsum sem eru illa einangruð. Ég hugsa líka að húseigendur nenni síður að eftireinangra húsin ef þeir leigja út, af því að þá þurfa þeir ekki að borga fyrir upphitun sjálfir.

   Það var samt frekar heitt í gær, mér var bara kalt í þessum pólýesterbol.

   Eyða