12. mars 2014

Afmælisgjöf

Karl-Kristian átti afmæli 28. febrúar og mér fannst tilvalið að gefa honum gullfallegan kaffibolla, þakinn kisumyndum, í afmælisgjöf. Eins og við var búist varð hann hæstánægður. Þessi bolli er - líkt og drottningarbollinn -  keyptur á eBay en þessi var á föstu verði. Ég hefði ekki haft taugar í annað uppboð strax.

 Þrennt af því besta sem ég veit á einni og sömu mynd: Karl-Kristian,  kaffi og kisumyndir.*

Með þessum bolla var ég um leið að bæta upp fyrir kattarleysið sem mun hrjá hann það sem eftir er vegna ofnæmis míns. Núna á hann fleiri kisur en hann getur talið á fingrum sér. Sjáið hvað þær eru sætar.

Mjá.




*Glöggir lesendur sjá að ég heillast mikið af hlutum/fólki sem byrja á K.

1 ummæli: