14. mars 2014

Hopp og hí

Í síðustu viku fékk ég þá hugdettu að það væri tilvalið að sippa þegar maður nennir ekki út að hlaupa. Ég var því snögg að panta mér stafrænt sippuband á netinu með teljara og alles. Á þriðjudaginn kom gripurinn í hús og ég var svo spennt að byrja að sippa að ég var grand á því og tók 1000 hopp á u.þ.b. hálftíma. Það er líka stoppúr á sippubandinu.


Ég hef varla getað gengið síðustu þrjá daga. Í gær gat ég án gríns ekki gengið eðlilega. Það var eins og ég væri með tvo staurfætur og kústskaft í rassgatinu. Ég íhugaði alvarlega að takmarka vökvaneyslu svo ég þyrfti ekki að fara eins oft á klósettið. Þvílíkt ástand! 

Í dag eru harðsperrurnar loks farnar að hjaðna og ég sé fram á að geta sippað (og gengið eins og eðlileg manneskja, sé út í það farið) aftur um helgina. Ég held að ég dragi samt eitthvað úr hoppunum þangað til ég er komin í aðeins betri form.

1 ummæli: