24. mars 2014

Bústaðarferð og ungbarnavettlingar

Um helgina fór ég í bústaðarferð með Samfundetkrökkunum. Ég gleymdi alveg að taka myndir en við löbbuðum svona einn og hálfan tíma til að komast í bústaðinn af því að það var of mikill snjór á veginum til að keyra alla leið. Um kvöldið spiluðum við Cards against humanity frekar fyndið spil sem ég get alveg mælt með. Ég og Karl-Kristian ákváðum svo að fara heim á laugardagskvöldinu, þannig að við löbbuðum í tæpa tvo tíma að rútustoppinu. Sannkölluð gönguferð.

Ég prjónaði eina ungbarnavettlinga um helgina. Munstrið er upp úr Latvian Mittens eftir Lizbeth Upitis, sem ég keypti mér nýlega. Ég held að ef ég prjóni þetta munstur aftur, þá sleppi ég einlitu umferðunum þannig að það myndist tíglar. Ég held að það komi betur út.

Smábarnavettlingar án þumals.3 ummæli:

  1. Fínir vettlingar :) Á hvaða ungabarn varstu að prjóna? ;)

    SvaraEyða
  2. Takk :) Ég prjónaði þessa fyrstu með blóminu fyrir stelpu sem ég þekki hér í Þrándheimi, sem á hálfs árs stelpu. Svo ákvað ég að prjóna eina í viðbót ef hinir skyldu vera of litlir. Mig langaði líka svo að prófa fleiri munstur úr bókunum mínum og þá er tilvalið að prjóna ungbarnavettlinga.

    SvaraEyða