5. mars 2014

Blómabolli

Er ekki kominn tími á annan kaffibolla? Ég er mjög hrifin af þessum. Hann er mjór, þannig að kaffið helst lengur heitt í honum en ég á það til að drekka kaffið mitt mjög hægt svo það endist lengur. Amma Mæja heillaðist svo af þessum bolla þegar hún kom í heimsókn 2011, að hún keypti sér alveg eins. Munstrið, fóturinn, handfangið og gullröndin er samsetning sem ég og konur yfir sjötugu getum ekki staðist.

Bleiki blómabollinn

Lög sem eru mikið búin að vera í spilun upp á síðkastið:
Fun. - All Alright
Cold War Kids - Jailbird
Highasakite - Since Last Wednesday

Engin ummæli:

Skrifa ummæli