Það voru svo mörg falleg munstur í prjónabókunum sem ég sagði frá hér og margar uppskriftir sem mig langaði að prófa. Ég ákvað að byrja á því að prjóna ungbarnavettlinga með einu munstrinu til að prófa aðeins. Það er gaman að prjóna svona fljótleg verkefni af og til. Hér fyrir neðan er mynd af þeim.
Ungbarnavettlingar með blómamunstri frá Kasmír í Himalajafjöllum.
Núna er ég byrjuð á útprjónuðum vettlingum með munstri frá írsku eyjunni Aran. Þeir eru grænir með kaðlamunstri og mér finnst rosalega gaman að prjóna þetta munstur. Ég hef aldrei áður prjónað kaðla en það gengur ljómandi vel. Ég hlakka til að sýna ykkur útkomuna.
Ef þú ert að leita að munstri, þá er ég búin að búa til nýtt en mjög svipað munsturur sem hægt er að kaupa hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli