Ég hefði átt að taka myndir af bökunarpappírnum og vonleysissvipnum á okkur, en þið verðið að láta ykkur nægja mynd af matnum þegar hann var tilbúinn.
Ég sé það núna hvað brúndrapplitaði liturinn er ríkjandi á myndinni og dauðsé eftir því að hafa ekki haft hendurnar á mér með á myndinni, en svo skemmtilega vill til að naglalakkið sem ég er með, er í þessum sama lit.
Þetta var ljómandi gott og ég er viss um að þessi réttur eigi eftir að verða fastagestur á kvöldverðarborðinu hjá okkur.
*Kjúklingahakk er mjög vinsælt í Noregi og er oft notað í staðinn fyrir nautahakk. Það er miklu ódýrari og mér finnst það miklu betra, enda mun hrifnari af hvítu kjöti en rauðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli