Ég er að vinna að mastersverkefninu mínu og dagar mínir einkennast þess vegna mikið af kaffidrykkju, internetrápi, tónlist og kósýfötum.
Svona lítur mastersverkefni út. Frá vinstri: Python script (man ómögulega hvað script heitir á íslensku), ljótt graf sem ég á eftir að bæta og hægri skjárinn er svo fullur af gluggum úr R, sem ég nota til að vinna úr gagnasettinu mínu.
Ég er svo heppin að vera með stóran glugga í herberginu mínu og útsýni yfir Niðará. Hér fyrir neðan er mynd af sólskininu sem blasti við mér frá skrifborðinu mínu í dag.
Lög sem eru mikið búin að vera í spilun upp á síðkastið:
The Antlers - Kettering
Ég hata R. Bara ef þú vildir vita.
SvaraEyðaÍ alvöru? Ég elska R. Maður getur gert allt sem manni dettur í hug.
Eyða