Það er búið að vera mikið að gera í skólanum þessa vikuna en við reynum að gera eitthvað skemmtilegt á kvöldin. Á mánudaginn vorum við með kósýkvöld. Við Karl-Kristian fengum okkur kakó og horfðum á Modern Family.
Ég á þessa fínu kakóbolla með fullt af dýrum á.
Ég er búin að prjóna ullarsokka á okkur bæði sem eru hlýir og góðir og fullkomnir fyrir kósýkvöld. Ég bjó munstrin til sjálf og er bara nokkuð ánægð með þá.
Á þriðjudaginn fórum við í bíó á Wolf of Wall Street. Okkur fannst hún frekar langdregin og mér fannst hún beinlínis leiðinleg. Í gær horfðum við á kosningu nýs leiðtoga Studentersamfundet. Það er stúdentafélag sem ég á eftir að segja ykkur betur frá. Karl-Kristian og Vegard skemmtu sér konunglega í spjallinu sem var á sömu heimasíðu og kosningavideoið. Þar var s.s. hægt að ræða kosningarnar og allt mögulegt annað undir dulnefni. Það var víst mikið talað um þurrsjampó. Ég prjónaði á meðan. Ég er búin að vera að prjóna ugluvettlinga sem ég skal sýna ykkur þegar þeir eru tilbúnir. Ég á bara þumlana eftir núna.
Eruði í sitthvorum sokknum eða situr annað ykkar í fanginu á hinu?
SvaraEyðaHaha! Ég sit í fanginu á honum.
Eyða