14. febrúar 2014

Kaffi með stórubörnunum

Í gær og í dag skellti ég mér í skólann. Ég er með lesaðstöðu í lífupplýsingafræðideildinni. Flestir sem eru með skrifstofu þar eru prófessorar og aðrir sem eru að vinna að eftirdoktorsverkefnum, þannig að mér líður svolítið eins og leikskólakrakka í stórubarnaskóla og ég þori auðvitað ekkert að tala við stóru börnin.

Það besta við þessa aðstöðu er kaffistofan; Þar er alltaf heitt á könnunni og að minni bestu vitund er kaffið ókeypis. Ég þori samt aldrei að sækja mér kaffi í hádeginu af því að þá er svo mikið af fólki (stórubörnum) þar að borða hádegismat svo ég reyni að vera búin að sækja kaffi aðeins fyrir 12. Hér að neðan er mynd af kaffibollanum sem ég nota í skólanum.


Þessi heldur kaffinu heitu fyrir mig. Ég skellti á hann límiða með kú í bleikum buxum til að lífga aðeins upp á þennan annars hversdagslega bolla.

Ég vona að þið eigið ljómandi góðan föstudag. Næst ætla ég kannski að skrifa um eitthvað annað en kaffi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli