12. febrúar 2014

Kaffi

Mér finnst kaffi alveg rosalega gott og eins og ég nefni hér til hliðar hef ég gaman af því að drekka kaffi úr fallegum og ljótum bollum. Það er bara ekki eins skemmtilegt að horfa á hvítan hversdagslegan bolla með bankalógói eða því sem verra er engu. Mér datt í hug að sýna ykkur uppáhalds kaffibollana mína og byrja á þessum hérna.

Glær blómabolli úr IKEA


Þessi finnst mér mjög fallegur. Það er eitthvað við það að drekka kaffi úr glærum bolla sem heillar mig. Það er svolítið eins og að drekka kaffi úr glasi (sem brýtur öll norm) en samt er þetta bolli!!! Ég á tvo svona sem ég keypti í IKEA. Til gamans má geta að Orri, bróðir minn, á líka svona bolla og stundum þegar ég drekk úr þessum bolla sé ég fyrir mér svona "Á sama tíma í Stokkhólmi"-mynd af Orra og Unni að drekka úr eins bolla.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli