17. febrúar 2014

Helstu fréttir frá Noregi: skíðagönguvonsvik og rigning

Góðan daginn! Helgin var viðburðalítil hér í Þrándheimi. Á laugardaginn bakaði Karl-Kristian ljómandi góð rúnstykki og um kvöldið elduðum vð taco með Vegardi* og horfðum á sjónavarpið. Í gær horfðum við á Vetrarólympíuleikana. Norðmenn eiga mjög marga þátttakendur þar og allir virðast hafa áhuga á þessu. Hér segir maður Ólympíuleikarnir og Sumarólympíuleikarnir, ekki Vetrarólympíuleikarnir og Ólympíuleikarnir. Það eru allir miður sín, og jafnvel reiðir, yfir því að norsku boðhlaupsliðin (kvenna og karla) í skíðagöngu lentu ekki í þremur efstu sætunum. Mér finnst ágætt að horfa á þetta á meðan ég prjóna.

Í dag þegar við fórum á fætur sáum við að það rigndi. Það er ekki oft sem maður gleðst yfir slíku, en það hefur ekki verið úrkoma hér á stóru svæði í margar vikur. Það hafa verið stórir brunar í fleiri bæjum víðsvegar í landinu, þar sem heilu göturnar hafa brunnið og fólk misst heimili sín. Ég gleðst líka sérstaklega af því að ég fékk svo fallega regnkápu í afmælisgjöf og ég hef nánast ekkert getað notað hana. Ég ætla þess vegna að skella mér í regnkápuna og stígvéli núna og trítla í skólann.

*Vegard er vinur okkar og sambýlismaður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli