6. júlí 2014

Mastersrugl III

Jæja, þá er ég loks búin að skila þessari blessuðu ritgerð. Ég skilaði kl. 4:38 að staðartíma, aðfaranótt miðvikudags og lagðist í rúmið skælbrosandi, ánægð með að hafa endurheimt líf mitt. Á morgun ætla ég að reyna að skella í færslu um lífið eftir skil en núna ætla ég að nýta það myndefni sem ég átti til í þriðja og síðasta þáttinn í seríunni Mastersrugl.



Nóakroppið frá Silju var kærkomið og kláraðist fljótt. Það passar rosalega vel með kaffi. Karl-Kristian tók að sér að viðra mig nokkrum sinnum og fyrir utan íþróttahöllina fundum við æfingartæki sem við urðum aðeins að prófa.

Sítróna sem props.

Þegar ég einbeiti mér fara hendurnar á mér oft af stað og áður en ég veit af því sit ég við tölvuna með fyrirmyndar fermingarhárgreiðslu. Þess á milli naga ég neglurnar, kroppa af mér naglalakkið og fikta svo ört í skrúfblýantinum/pennanum að það gæti gert hvern mann óðann.


Skálin var full af kirsuberjum en ég hámaði þau svo hratt í mig að ég hafði ekki rænu í að taka mynd fyrr en skálin var að tæmast.


Ég veit ekki hvar ég væri án kaffis. Frá páskum er ég búin að drekka u.þ.b. einn og hálfan líter á dag. Nú hugsið þið kannski "OMG!! 1,5 líter af kaffi á dag. Slíkt koffínmagn gæti drepið hana." En örvæntið ekki. Ég uppgötvaði fyrir löngu að koffínlaust kaffi er alveg jafn bragðgott og nota það eftir tvo bolla.


Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að vera með kærastanum inn á milli. Þá er tilvalið að taka sjáflsmyndir.


Meira kaffi. Á myndinni til hægri sést að ég á það til að sulla smá kaffi hér og þar á skrifborðið.


Að lokum vil ég sýna ykkur þessa táknrænu mynd. Ég var í einhverju veseni með að opna forritið sem ég skrifaði ritgerðina í og prófaði ýmislegt. Þegar mér tókst það loks og ætlaði að opna pdf-skránna sem sýnir undir venjulegum kringumstæðum ritgerðina, birtist mér þessi nánast auða síða í staðinn með þessum creepy skilaboðum. Eins gott að það var ekki myrkur.


2 ummæli:

  1. Til hamingju með skilin elsku Tinna :) Hlakka til að lesa færslur um lífið eftir skil!
    ps. lol á "run"

    SvaraEyða