8. júlí 2014

Sumarfrí

Á miðvikudaginn var ég loksins komin í sumarfrí og ég er búin að njóta þess í botn. Ég vaknaði við það að sólargeislarnir kitluðu andlit mitt og við Karl-Kristian skelltum okkur út í sólbað og hlustuðum á hljóðbók. Við erum búin að sitja úti í sólinni og hlusta á fyrstu bókina eftir Jo Nesbø sem er svar Noregs við Arnaldi Indriðasyni.

Úti að br

Á föstudaginn var okkur boðið í grillveislu hjá Bernt. Það er slatti af fólki sem vann með okkur á Samfundet sem flutti til Osló að námi loknu og þessi hópur hittist reglulega og rifjar upp gamla takta. Í sumar/haust bætumst við Karl-Kristian í þennan hóp og við gengum formlega í hópinn að loknum kvöldverði. Til að hljóta inngöngu þurftum við að semja skemmtiatriði. Okkur var úthlutað lista með tólf orðum og við áttum að nota a.m.k. átta í atriðinu. Við sömdum texta við þetta lag og smá dans og fengum frábærar viðtökur.

Allir tóku með sér eitthvað gott á grillið og mér leið mjög fullorðinslega þar sem ég sat í fólksbíl (ekki almenningssamgöngum) með fangið fullt af grillspjótum. Eftir inngönguathöfnina var ýmislegt brallað eins og sjá má á myndinum hér að neðan. Hæðarmunur var mældur með hallamáli og tommustokk og við fórum í pílukast.Kristoffer var 5 mm hærri en Bernt og Halle var 16 mm hærri en Ingrid.

Halle var ekki látin halda á spjaldinu á meðan pílukastið fór fram.

Á sunnudaginn skelltum við Karl-Kristian okkur í göngutúr í Vestby og við rákumst á þennan krúttlega broddgölt.


Í gær tókum við lestina til Osló. Ég þurfti að versla smá og svo voru Ingrid og Halle (karlmaðurinn í gallaskyrtu og kvennmaðurinn á myndunum fyrir ofan) búin að bjóða okkur að koma að kíkja á íbúðina þeirra. Þau voru að kaupa sér íbúð (sem þau hafa ekki fengið afhenda ennþá) og við erum að vona að við fáum að taka við íbúðinni sem þau eru búin að vera að leigja. Þetta var mjög hugguleg tveggja herbergja íbúð í rólegu hverfi nálægt miðbænum og við vonum bara að leigusalanum lítist vel á okkur. Við fluttum frá Þrándheimi 27. júní og búum í Vestby (heimabær Karls-Kristians fyrir sunnan Osló (það tekur 35 mín að komast þangað með lest)) hjá mömmu hans Karls-Kristians.

Eftir íbúðarinnlitið skelltum við okkur á veitingastað sem við höldum mikið upp á. Hann heitir Mr. Hong og býður upp á asískan mat. Við fengum okkur mongólskt grillhlaðborð þar sem maður valdi sjálfur kjöt og grænmeti sem var svo steikt fyrir mann og svo var úrval af sósum, grjón, núðlur og grænmeti sem maður gat fengið sér með. Það sem var sniðugt við hlaðborðið var að það mátti fara eins margar ferðir og maður vildi en það kostaði 200 kr. ef maður kláraði matinn sinn en 275 kr. ef maður leifaði. Þetta stuðlar að því að fólk skammti sér ekki of mikið og ekki þarf að henda eins mikið af mat. Mjög sniðugt.


Myndir sem ég fékk lánaðar á internetinu.

 Hér erum við á öðrum diski. Þeir urðu ekki fleiri.


Lög sem eru mikið búin að vera í spilun upp á síðkastið:


1 ummæli:

  1. Ég var einmitt búin að vera að velta fyrir mér hvar þið ættuð heima núna. Vona að þið fáið þessa íbúð og helst að það verði svefnsófi í stofunni ;)

    SvaraEyða