20. júní 2014

Nánst fullkomin kaffibollahilla

Ég fann mynd á internetinu af algeri draumakaffibollahillu sem þið sjáið hér fyrir neðan. Þvílík dásemdardýrð.

Múmínálfabollarnir eru náttúrulega dásamlegir, þótt þessir tveir séu ekki endilega mínir uppáhalds. Hver væri ekki til í að eiga My Little Pony-bolla? Þessi með svart-hvítu rósunum finnst mér ótrúlega fallegur.

Hér er á ferðinni góð blanda af múmínálfum, blómamunstrum, dýrum og punkturinn yfir i-ið hlýtur svo að vera My Little Pony-bollinn. Ég vildi að ég vissi hver ætti þessa hillu svo við gætum hisst og spjallað yfir eins og einum kaffibolla og orðið bestu vinir.

1 ummæli: