3. júní 2014

Nýmóðins sjúkrahús

Í mastersruglfærslunni minni minntist ég lauslega á hönnunarrúnkið í skólanum. Ég tók mig til einn daginn og tók myndir af því sem varð á vegi mínum og Linnar. Mastersverkefnið mitt er smá tengt læknisfræði, þannig að skrifstofan mín er niðri á sjúkrahússvæðinu, en sjúkrahúsið og heilbrigðisdeildirnar í háskólunum vinna mjög náið.


Þekkingarmiðstöðin
Hér að ofan er mynd af Þekkingarmiðstöðinni (bókasafnið er þar) að utanverðu. Þegar sólin skín koma þessar sjálfvirku "gardínur" fyrir gluggana.

Linn tókst að setjast beint í bleytuna. 
Hér sit ég við gosbrunnin. Fyrir aftan mig má sjá göng á milli bygginga. Allar byggingar sjúkrahússins eru tengdar með göngum.


Fyrir utan Þekkingarmiðstöðina má líka sjá þetta fína listaverk og lítinn gosbrunn eins og myndirnar að ofan sýna. Þegar maður kemur inn blasir svo þessi risastóri skjár við á vinstri hönd. Þetta er svaka hátæknifyrirbæri sem mér finnst hálf misheppnað. Maður á að standa á X-i nokkrum metrum frá skjánum og svo getur maður valið líkamshluta með því að hreyfa hendurnar og halda þeim yfir líkamshlutanum. Þá birtist illa leikið myndband af sjúkdómi sem getur hrjáð líkamshlutan.

Hátækniskjár sem stjórnað er með hreyfingu.

Á leiðinni upp tröppurnar blasir svo þetta... skraut? við. Ég hélt fyrst að þetta væri lampi, en svo er ekki. Þetta er bara steypa og slípaður steinn ...hangandi uppi á vegg.


Tveir hlutir hangandi á vegg.

Þessi stytta af gamaldags hjúkrunarkonu er bara bara venjuleg að sjá, alveg þangað til maður sér hana á hlið.

Erum það bara við Linn sem fáum hláturskast af þessu pressaða andliti?

Rétt fyrir innan inngang bókasafnsins eru þessir óhefðbundnu stólar. Þeir eru úr grænu glansandi efni og í laginu eins og U.

Það er hægt að sitja á neðri hlutanum með efri hlutann sem bak, eða snúa hinsegin og nota efri hlutann sem eins konar borð. Það er líka hægt að sitja á efri hlutanum með fætur á neðri hlutanum. Eða sitja á hlið. Möguleikarnir eru endalausir. Maður getur látið ýmindunaraflið njóta sín.

Hér eru sófar með skjólvegg. Veggirnir eru linir, þannig að ef þú hallar þér upp að þeim láta þeir undan.

Sófar með hálfum bókstöfum.

Á efri hæðinni á bókasafninu eru nokkrir hægindastólar sem hægt er að bólstra sér í með bækurnar.

Hér er Linn önnun kafin við BS-verkefnið sitt.

Við fengum okkur kvöldmat í mötuneytinu í annarri byggingu. En hræðist ekki; Við fengum okkar listmunaskammt þar líka. Byrjum á þessum glæsilegu ljósakrónum í tröppunum fyrir utan mötuneytið. 

Gerist ekki flottara.

Undir stiganum er svo skot sem er alveg fullkomið til að geyma stiga og eitthvað grænt.

Eitthvað grænt.

Við endum ferðalgið um hámenningarlega sjúkrahúsið á þessari snilld hérna. Þetta er eitthvað hvítt sem lítur út fyrir að vera hluti af mjög stórri vél en á endanum er hendi með fingur sem virðast spila á þennan streng í loftinu (í þessum strengjum hékk svo mjög ljótt skraut hér og þar). Á þetta að vera fyndið?

Hvíti handleggurinn.



Lög sem eru mikið búin að vera í spilun upp á síðkastið:
Lögin úr öllum Harry Potter-myndunum. Var að byrja að hlusta á þau frá byrjun í 9. skiptið í röð. 


3 ummæli:

  1. Þetta mjög skemmtilegt, allskonar ljótt í bland við aðeins minna ljótt :) Listin sem prýðir HA eru ljósmyndir af vatni, allskonar vatni. Vatn sem á það sameiginlegt að vera úr Thames og myndirnar teknar á stöðum þar sem fólk framdi sjálfsvíg. Virkilega upplífgandi!

    Ánægð með tónlistarval þitt :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þetta *er mjög skemmtilegt....

      Eyða
    2. Haha, þessir háskólanemar eru alltaf í einhverri sæluvímu. Það þarf aðeins að draga þá niður á jörðina. Mér finnst Þekkingarmiðstöðin mjög flott en öðru máli gegnir um bygginguna sem mötuneytið er í (síðustu 3 myndirnar). Listaráðgjafin þar hefur eitthvað aðeins farið á mis.

      Eyða