17. júní 2014

Glaðnigur

Í gær barst mér óvæntur glaðningur í póstinum. Ég var svo spennt að ég hljóp út á pósthús að sækja hann og kom tilbaka með þennan stærðarinnar pakka.

Mér finnst alveg gaman að fá pakka.

Það var hún Silja mín sem var svo yndæl að senda mér all kyns íslenskt sælgæti til að gæða mér á á meðan ég legg lokahönd á ritgerðina mína (hún má alveg fara að klárast).

Namm namm namm...

Þetta var sko aldeilis skemmtilegur glaðningur og hér að neðan sést ég alsæl í hátíðarskapi með kúlusúkk í kjaftinum.

Gleðilega þjóðhátíð kæru vinir!
1 ummæli:

  1. Það er gaman að gleðja :) Vonandi gefur þetta þér bara smá auka orku í skrifunum :) (mikið er ég fegin að þetta var rétt heimilisfang! haha :D)

    SvaraEyða