10. júní 2014

Mastersrugl II

Vegna fjölda* áskoranna ákvað ég að skella í eina mastersruglsfærslu í viðbót. Textinn er í styttri kantinum þar sem ég hef annan og meiri texta að skrifa um þessar mundir og mig langar mjög mikið að klára hann sem fyrst.

Þegar ég var að fara að hátta eitt kvöldið uppgötvaði ég að ég var búin að vera með tvo mismunandi eyrnalokka allan daginn.

Eins og ég hef lauslega minnst á eru allar byggingar sjúkrahússins tengdar. Það getur þó verið langt að fara á milli bygginga og deilda og þess vegna eru hlaupahjól hér og þar sem maður getur notfært sér til að komast á milli staða. Ég og Linn nýttum okkur þennan farkost til að sækja okkur kaffi einn daginn.


Hér var Linn orðin frekar þreytt á því að skrifa verkefni.


Bláber eru tilvalið lærdómssnarl. Kaffi er hins vegar nauðsynlegt! (ég nota upphrópunarmerki svo þið lesið þetta öskrandi)


Hér sjáið þið klappstýrurnar mínar.


Linn sullaði kaffi á hvítu peysuna sína.


Linn kom með Kinderegg handa okkur og við fengum þessi fínu leikföng. Linn fékk stimpil og ég fékk vantslit.


Ég að vatnslita.


Hér sjáið þið meistaraverkið.


Linn stimplaði mig


Æðakerfið í höndinni. Skraut sem prýðir Þekkingarmiðstöðina.


Ég drap þessa flugu. Hún var að suða svo mikið. Þegar ég eignast börn og þau fara að suða í mér, ætla ég að sýna þeim þessa mynd.


Lærdómssnarlið að þessu sinni var rúsínur og kaffi.


Ég í góðum gír. Sennilega að hlusta á Harry Potter.


Þessi sýn blasir við mér allan daginn alla daga.**


Ha? Ég nærsýn? (myndin er ekki sviðsett)


Eitthvað verður maður að borða (annað en lærdómssnarl). Örbylgjumatur er fljótlegur kostur.


Að lokum fáið þið að sjá þessar kúnstir sem ég stóð sjálfa mig að því að leika hér um daginn.




*Þetta er bloggmál og þýðir a.m.k. einn.
**Fyrir utan djúpurnar sem sjá má glitta í. Það er sko ekki á hverjum degi sem lærdómssnarlið er svo höfðinglegt. Mamma og pabbi komu með þær færandi hendi. Segi betur frá því seinna.

1 ummæli:

  1. Hahaha ég elska textann við flugumyndina :) og bara alla þessa færslu í heild sinni! Áfram þú :)

    SvaraEyða