16. maí 2014

Mjólkurskegg

Ég keypti mér Melkebart [ísl: mjólkurskegg] um daginn til að nota sem lærdómssnarl og ég var svo ljónheppin að pakkningarnar voru ekki einungis til þess gerðar að halda utan um súkkulaðið. Ó sei sei nei! Það var líka yfirvaraskegg á pakkningunni sem hægt var að klippa út þegar góðgætið var komið á sinn stað. Ég brá því á leik og tók nokkrar sjálfsmyndir.Fyndið?

1 ummæli: