10. apríl 2014

Hættulegur bolli

Nú er orðið langt síðan ég sýndi ykkur kaffibolla úr safni mínu, enda fer ég að verða búin að sýna ykkur alla. Hér kemur hauskúpubollinn. Ég fékk hann í 20 ára afmælisgjöf frá skólasystrum mínum. Þrændur eiga sér einkenniskokteil, karsk, sem samanstendur af kaffi og landa. Svo virðist sem mörgum Þrændum líði beinlínis illa ef ekki er til a.m.k. smá heimabrugg (landi) heima hjá þeim. Af hverju er ég allt í einu að segja ykkur frá þessu? Jú, af því að með þessum bolla fékk ég líka neskaffi og vodka (þessar skólasystur mínar eru ekki frá Þrændurlögum og þekktu þess vegna engann sem bruggaði landa) og ef þið smakkið einhvern tímann karsk, þá skiljið þið hversu viðeigandi hauskúpubollinn er.

Ég þarf engan vakthund. Ég set bara bollann minn út í gluggakistu.

3 ummæli:

 1. Ég var einu sinni í partýi þar sem nokkrir strákar voru að drekka kaffi og landa.. Þeir kölluðu það eitthvað, þó ekki karsk.. Bóndakaffi, kannski?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Á Íslandi? Staðalímyndin af Þrændum er einmitt að þeir séu erkisveitalubbar, þannig að bónadakaffi gæti líka verið fínt nafn.

   Eyða
 2. Já það var á Íslandi :)

  SvaraEyða