Um daginn fann ég uppskrift að rúnstykkjum sem mér fannst rosalega girnileg. Ég tók mig loks til í gær og prófaði uppskriftina. Uppskriftin er hér (á norsku*) og er með kotasælu og haframjöli. Ég held að ég hafi sjaldan borðað eins góðan morgunmat. Rúnstykkin voru ótrúlega góð og safarík. Við áttum líka brie og parmaskinku sem skemmdi sko ekki fyrir.
Svona leit deigið út.
Nammi namm. Osturinn bráðnaði á rúnstykkinu.
Ég tók ekki eftir því að það væru tvö mismunandi haframjöl og notaði bara gróft. Ég hugsa að það hafi ekki svo mikið að segja.
Ég lét ekki þar við kyrrt liggja. Á meðan rúnstykkin voru að hefa sig, skellti ég í eitt bananabrauð sem við fengum okkur í eftirrétt. Ég var einmitt að enda við að fá mér sneið af því núna ásamt rjúkandi heitu kaffi úr drottningarbollanum mínum. Mánudagar geta líka verið góðir.
*Ef þig langar að prófa hana getur þú látið mig vita ef það er eitthvað sem þú skilur ekki.
--------------------------------------------------------------------------------
Uppfært!
Vegna fjölda fyrirspurna kemur hér smá þýðing á innihaldinu:
2 dl gróft haframjöl (eins og þetta)
250 g kotasæla
50 g ger
1 tsk salt
3 dl fínt haframjöl (eins og þetta)
4 dl hveiti
7 dl heilhveiti, fínt eða blanda af fínu og grófu
5 dl vatn
*Ef þig langar að prófa hana getur þú látið mig vita ef það er eitthvað sem þú skilur ekki.
--------------------------------------------------------------------------------
Uppfært!
Vegna fjölda fyrirspurna kemur hér smá þýðing á innihaldinu:
2 dl gróft haframjöl (eins og þetta)
250 g kotasæla
50 g ger
1 tsk salt
3 dl fínt haframjöl (eins og þetta)
4 dl hveiti
7 dl heilhveiti, fínt eða blanda af fínu og grófu
5 dl vatn
Ég tók ekki eftir því að það væru tvö mismunandi haframjöl og notaði bara gróft. Ég hugsa að það hafi ekki svo mikið að segja.
Hlakka til að smakka :)
SvaraEyða