13. júlí var mikill merkisdagur. Þá lá leið okkar til höfuðborgarinnar, nánar tiltekið Háteigskirkju þar sem bróðursonur minn var skírður og bróðurdóttir mín fagnaði tveggja ára afmæli sínu.
Strákurinn fékk nafnið Jóhann Orri í höfuðið á Jóhanni móðurbróður okkar og Orra bróður okkar. |
Ragnheiður Kristín bauð upp á þessa gómsætu afmælisköku. |
Ragga var lengi búin að tala um það að þegar hún yrði tveggja ára ætlaði hún að borða músaköku. Til hægri má svo sjá okkur stelpurnar í þjóðbúningum. Frá vinstri: mamma, ég, Ragnheiður Helga (hin amma Röggu) og Ragga.
Þeir sem áttu þjóðbúning voru í honum í skírninni. Á myndnini hér fyrir ofan eru mamma og Ragnheiður Helga í 19. aldar upphlut og ég er í 20. aldar upphlut. Ragnheiður Kristín er í barnabúningi. Mamma saumaði búninginn á sig og barnabúninginn og pabbi baldýraði og smíðaði silfrið á þá. Hér fyrir neðan er svo mynd af Jóhanni Orra í ungbarnabúningi sem mamma prjónaði eftir sínu höfði.
Hér bíða pabbi og Karl-Kristian prúðir eftir því að Ragnheðiur Kristín bjóði gestunum að gjöra svo vel.
Amma Mæja með langömmubarnið sitt. |
Vá hvað þú átt hæfileikaríka foreldra!!
SvaraEyða