5. ágúst 2014

Landkönnuðirnir - fyrsti hluti - Reykjanes

Stuttu eftir að við Karl-Kristian komum til landsins fórum við með mömmu og pabba í dagsferðalag um Reykjanes. Ég tók fullt af myndum og hér fyrir neðan sjáið þið nokkrar þeirra. Við byrjuðum á því að kíkja á flekaskilin á milli Evrasíuflekans og Ameríkuflekans.

Mamma kíkti aðeins ofan í sprunguna, en við hin létum okkur nægja að setja einn fót yfir sitt hvorn flekann.

Við kíktum líka á Reykjanesvita og sáum Eldey (ekki á myndunum).
Næst var komið við hjá Gunnuhver.Við tókum dágóðan göngutúr að gömlu verbúðunum á Selatanga. Þetta var mjög skemmtileg leið um hraunið og fjörunar og gaman að sjá gömlu hleðslurnar.


Það var tilvalið að borða nestið á þessum trjádrumbum.

Við komum líka við í Slevoginum þar sem móðurafi minn ólst upp og enduðum svo ferðina í Hveragerði þar sem foreldrar mínir áttu erindi.

Inni í Selvogskirkju.

Ég og Karl-Kristian hittum vinalega hesta í Hveragerði.

1 ummæli:

  1. Skemmtilegar myndir. Ég minnist þess ekki að hafa komið að þessum flekaskilum. Kemur mér svolítið á óvart því ég hef svo margoft ferðast um reykjanesið. Fínt að eiga eitthvað eftir :)

    SvaraEyða