Ég er búin að vera eitthvað slöpp tvo síðustu daga og hef ekkert farið í vinnu. Vesenið með mig er að þegar ég er veik verður mér yfirleitt svo illt í augunum af því að horfa á skjá, þannig að ég þarf að finna mér einhverja skjálausa afþreyingu (engin tölva, ekkert sjónvarp, enginn sími). Í gær slakaði ég bara á og las svolítið og í dag erum við mæðgurnar/mæðginin búin að vera að skoða prjónabækurnar mínar í leit að munstri sem hægt er að nota í peysu á litla krílið.
|
Maður á þær ófáar prjónabækurnar. Þetta er ekki helmingurinn. |
Mig hefur lengi langað til að prjóna mér Mariuspeysu (eins og þetta erkinorska munstur á myndinni hér fyrir neðan heitir) en þar sem ég hef aldrei prjónað peysu er tilvalið að byrja á einni lítilli. Mamma og pabbi gáfu mér Mariusmunsturbók í afmælisgjöf og garn í peysu í jólagjöf, þannig að það er í rauninni allt klárt. Ég er að hugsa um að bíða samt með hana fram á vetur, svo barnið vaxi ekki upp úr henni strax.
|
Myndin er fengin héðan en þetta sama munstur er í bókinni minni sem heitir Marius strikkebok.
|
|
Okkur leist svolítið vel á þetta. En ekki í þessum lit samt. Þetta er munstur úr More Sensational Knitted Socks eftir Charlene Schurch. |
|
Okkur fannst þetta munstur líka alveg afspyrnufallegt en ég veit ekki hvort ég leggi í það. Þetta er úr bókinni Latvieša Cimdi eftir Maruta Grasmane (meira um þá dásemdar bók seinna). |
Ég er búin að vera aðeins betri núna seinni partinn og hef þess vegna aðeins getað kíkt í tölvuna. Mig langaði að sjá hvort internetið lumaði á einhverjum fallegum uppskriftum líka. Ég fann nokkur á Pintrest og Ravelry.
|
Þetta fína kaðlamunstur má finna hér. |
|
Þessi peysa sem er hneppt í hliðinni er sniðug á ungabörn sem elska ekki að láta tosa föt yfir hausinn á sér. Ég fann hana hér. |
|
Þetta munstur gæti verið fallegt í einhverjum öðrum litum. Ég fann það hér. |
|
Þessir krúttlegu andarungar myndu sóma sér vel neðst á lítilli peysu. Myndin fengin héðan. |
|
Annað kaðlamunstur. Fengið héðan.
|
|
Þessi peysa er líka svolítið krúttleg. Hana má finna hér. |
Hvernig líst ykkur á?
Nú vona ég bara að þessi krakki verði ekki eins og foreldrar sínir hvað ull varðar. Hvorugt okkar getur gengið í ullarfötum nema á höndum og fótum. Það má ekki einu sinni vera 5% ull í fötunum mínum, þá er mig farið að klæja.
Mjög falleg föt, ég dáist að fólki sem getur búið svona allskonar til.
SvaraEyða