Í sumar fékk ég að kíkja í gamla íslenska munsturbók hjá mömmu. Bókin heitir Tvíbandaðir vettlingar og er gefin út af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Þetta eru uppskriftir að vettlingum úr mjög fínu garni. Það voru mörg falleg munstur sem mig langaði að prófa, en þar sem að það er erfitt að komast yfir garn sem er nógu þunnt í svona vettlinga, ákvað ég að prjóna sokka í staðinn.
Eftir að hafa prjónað munsturbekkinn varð mér fljótt ljóst að þeir yrðu of þröngir á mig og ákvað í staðinn að gefa Unni mágkonu minni þá í jólagjöf. Ég náði reyndar ekki að klára þá báða fyrir jól, þannig að hún fékk bara einn sokk í jólagjöf og svo hamaðist ég við að klára þann seinni á milli jóla og nýárs og rétt náði að klára þá áður en hún fór aftur til Svíþjóðar. Hér er mynd af afrakstrinum.
Vettlingar með kóngulóamunstri og doppum. Uppskriftin er eftir Kristínu Jónsdóttur Schmidhauser. |
Fínir sokkar og fallegir litir í þeim :)
SvaraEyðaTakk fyrir :)
Eyða