19. september 2014

Landkönnuðirnir - annar hluti - Vesturland

Í júlí buðu mamma og pabbi okkur með sér í ferð um Vesturlandið. Við gistum tvær nætur í sumarbústað sem vinnufélagi pabba lánaði honum. Á leiðinni í bústaðinn komum við við í Rauðfellsgjá. Það kom því miður mikið af fólki á sama tíma og við þannig að við þurftum að ganga í röð inn í gjánni. En það gekk enginn á móti okkur, hvorki á leiðinni að né frá gjánni, þannig að þetta hefur bara hittst svo illa á.



Í Rauðfeldsgjá.

Bústaðurinn var við Arnarstapa. Við fengum okkur göngutúr að hleðslulistaverkinu af Bárði og hættum lífi okkar þegar við gengum í gegn um Kríuvarp.

Hér erum við Karl-Kristian í klofinu á Bárði.

Karl-Kristian með Arnarstapa í bakgrunn og pabbi við fuglabjarg.

Á miðvikudeginum tókum við stóran hring og fyrsta stopp var Dritvík. Við gengum niður að Djúpalónssandi og tíndum Djúpalónsperlur.





Ég tíndi blóm handa Karli-Kristiani í bakaleiðinni (nektarínuna fékk hann hjá mömmu).

Við komum við í Ólafsvík og skoðuðum gamla muni á safni þar. Við keyrðum svo áfram til Stykkishólms. Á leiðinni komum við í einhvers konar sjávarsafni. Þar voru uppstoppaðir sjávarfuglar til sýnis ásamt pétursskipi, hákarlatönnum, steinum og fleiru. Þar var líka hægt að smakka hákarl.



Meðal sýningargripanna á safninu í Ólafsvík voru þessir fallegu kaffibollar og munstraðar prjónapeysur. Neðst til hægri má svo sjá hákarlatennur af öðru safni.

Áður en við lögðum af stað heim á leið fengum ég, mamma og Karl-Kristian okkur göngutúr á meðan pabbi ryksugaði og gekk frá í bústaðnum.

Göngutúr í morgunsárið. Á myndunum fyrir neðan sjáið þið hvað klettarnir voru fallegir við sjóinn.


Karl-Kristian henti steinum í sjóinn. Simple mind - simple pleasure.


Við fórum inn í hellisskútann á myndunum fyrir ofan steinkastarann mikla og klifruðum upp í gegn um gat.

Falleg leið í fríðu föruneyti.

Ungt par horfir yfir hafið.


Á leiðinni heim ætluðum við aðeins að kíkja á jökulinn, en hann var búin að minnka svo mikið að við gáfumst upp á því að leita að honum í þokunni. Við létum okkur nægja að kíkja aðeins inn í Sönghelli í staðinn.


Við komum aðeins við í Sönghelli og tókum saman lagið.


1 ummæli: