14. september 2014

Flutt til Oslóar

Nú erum við loksins flutt til Oslóar. Við fluttum inn 1. september og erum að klára að koma okkur fyrir. Íbúðin er í mjög rólegu og fallegu hverfi og við búum rétt hjá litlum bóndaleikskóla þar sem börn geta komið og hitt dýr og séð hvernig maður sáir fræjum og ræktar grænmeti og fleira. Meðal dýranna á bóndaleikskólanum er asni sem við heyrum í af og til, okkur til mikillar skemmtunnar. Hér fyrir neðan er mynd af leikskólanum. Íbúðin okkar er í blokkinni hægra megin fyrir aftan leikskólann.
Bóndaleikskólinn með blokkina okkar í bakgrunni.
Myndin er fengin að láni hjá http://kampenhistorielag.no/
Það er neðanjarðarlestarstöð rétt hjá okkur. Það tekur bara eina mínútu að labba þangað og við þurfum í mesta lagi að bíða í 3 mínútur eftir lest sem fer niður í bæ. Það er líka stutt að labba niður í miðbæ. Ég held að það taki u.þ.b. 20 mínútur, þannig að þetta er fullkomin staðsetning.

Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og flutningum en nú erum við loks komin með internet, þannig að ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga. Ég er ennþá með nokkrar sumarfrísfærslur í vinnslu og svo á ég eftir að segja ykkur meira frá nýju vinnunni og sýna ykkur myndir úr íbúðinni. En á meðan getið þið notið þessarar myndar sem ég tóki af Karli-Kristiani í sunnudagskaffinu fyrir viku síðan.

Karl-Kristian að fá sér kaffi og með því. Mér finnst hann nú frekar sætur.

1 ummæli:

  1. Til lukku með nýja heimilið, ekki allir sem eiga bókstaflega asna sem nágranna. Hugsa að þessi sé líka skemmtilegri en sú týpa asna sem er algengari í formi nágranna :) Mikið gladdi mig að sjá nýja færslu.

    SvaraEyða