Sunnudag nokkurn tókum við okkur til og buðum vinum okkar í sunnudagskaffi. Karl-Kristian bakaði bananabrauð og kanilsnúða á meðan ég fauk um íbúðina í hreingerningaræði (eitthvað sem er sjaldgæfara en hlaupár).
Bollarnir vekja alltaf lukku. |
Þetta voru dýrindis veitingar hjá honum, Karlinum. |
Mjög ofarlega á óskalistanum var Moccamaster kaffivél. MMMM hvað hún lagar gott kaffi. Þið megið hlakka til að koma í heimsókn til okkar og fá besta uppáhellta kaffi veraldar úr glæsilegum bollum. Næst skruppum við til Vestby. Þar er mikið af heildsölum þar sem hægt er að fá merkjavörur á spottprís. Við fylltum þess vegna potta- og pönnuskápinn með hágæða pottum, pönnum og pizzusteini.
Við (ég?) féllum alveg fyrir þessu perluprjónsteppi með kögri. Refapúðann átti ég fyrir en mér finnst hann líka til mikillar prýði. Þegar ég var að skrifa ritgerðina varð ég vör við að ég var farin að sjá ver og ákvað að ég myndi fara í sjónpróf um leið og ég fengi mína fyrstu útborgun. Hér sjáið þið svo nýju gleraugun mín. Ég kemst ekki yfir það hvað það er hægt að sjá vel.