14. maí 2015

Svipmyndir frá síðustu mánuðum

Ég veit að margir eru að velta því fyrir sér hvað ég er búin að vera að bralla upp á síðkastið og hef ákveðið að deila með ykkur nokkrum myndum frá þessu tímabili (tímabilinu síðkastið).

Í janúar var árshátíð með vinnunni. Ylvisbræðurnir komu og sungu fyrir okkur nokkur lög. Þar á meðal What does the fox say. Hér fyrir neðan sjáið þið mynd af því.

Ylvisbræðurnir taka lagið. Takið eftir því hvað það eru margir að taka vídjó.
Í febrúar komu Hörður Mar, Orri og Unnur* í heimsókn. Við kíktum meðal annars á bóndabæjarleikskólann sem er hérna hinum megin við götuna og tókum neðanjarðarlest. Hér fyrir neðan má sjá myndir af því.

Hestur og asni.

Við vorum öll í vettlingum með áttablaðarósum sem amma Mæja hafði prjónað.

Ég fékk þá flugu í höfuðið að búa til morgunkorn. Ég var svo pirruð á því að það skildi ekki vera til eitt einasta morgunkorn í búðinni án viðbætts sykurs eða sætuefna. Ég eyddi öruglega meira en hálftíma í að saxa mismunandi hnetur, svo bætti ég við smá kókosmjöli og skellti þessu í ofninn. Ég skrapp aðeins á klósettið á meðan þetta var í ofninum og þegar ég kom til baka blasti þessi sjón við mér:

Brennt morgunkorn. Ég náði samt að skrapa saman tveimur skömmtum sem voru nokkurn veginn óbrenndir.

Við Karl-Kristian fengum okkur göngutúr niður í Tøyenparken til að kíkja á landsmót í Quidditch. Þetta var frekar spes. Það var gaur í gulum búningi með svona hala, sem var gullna eldingin.

Quiddichmót. Í bakgrunn má sjá háhýsið þar sem skrifstofan mín er.
Dag einn birtist þessi fína Tinnagreiðsla undan húfunni hans Karls-Kristians. Mér fannst það mjög skemmtilegt.

Tinni og Tinna.

Í apríl fengum við þetta fína sumarveður í nokkra daga. Við skelltum okkur að sjálfsögðu út í göngutúr.
Karl-Kristian við gult tré í blóma. Takið eftir konunni á svölum hússins fyrir aftan. Til vinstri er ein góð kærustuparamynd.

Við skelltum okkur í enn einn göngutúrinn til að skoða nýju íbúðina sem við vorum að kaupa. Hún er í hægri blokkinni hér fyrir neðan, u.þ.b. fyrir miðju.
Hér er verið að byggja nýju íbúðina okkar. Hún á að vera tilbúin á milli apríl og júlí á næsta ári.
Á föstudaginn fyrir tæpri viku síðan hittumst við nokkrir vinirnir og tókum þátt í quizi. Við stóðum okkur vel og lentum í 2. sæti. Við erum búin að taka svo oft þátt í þessu föstudagsquizi að quizmeistarinn, Frank, er farinn að kannast við okkur.

Allir hamingjusamir með annað sætið. Til gamans má geta að allar stelpurnar á þessari mynd heita Ingrid.


*Bræður mínir og kærasta Orra. Þau eru fædd í stafrófsröð og hið sama gildir um okkur systkinin. Ég og Unnur erum samt ekki fæddar í stafrófsröð og Karl-Kristian er alveg út úr kú.

1 ummæli:

  1. Gátu þau eitthvað flogið á kústunum á Quiddichmótinu? Voru þetta ekki bara einhverjir muggar?

    SvaraEyða