9. maí 2014

Mastersrugl

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið á meðan ég er að vinna að mastersverkefninu. Ég hlakka rosalega til að klára þetta.

Hér er ég að syngja og nota hárið á mér sem hljóðnema. "Let it go. Let it go!"

Aðeins að lífga upp á lærdómskaffið.

Hér er ég búin að setja á mig derhúfu til forðast að dreifa huganum.

Það er mikilvægt að vera með smá lærdómssnarl.

Epli eru holl og góð.

Hér er ég búin að borða eitthvað grænt.

Inni á milli alls átsins læri ég stundum.

Páskaunginn hjálpar mér að þrífa eldhúsið.

Ég er alltaf að pissa og fylla á vatnsflöskuna mína. Orsök og afleiðing.

BAAAAÆÆKUR!

Fæ mér kríu í nýmóðins sófa. Hönnunarrúnkið á bókasafninu er alveg efni í nýja færslu.
Ef ég man að taka myndir leyfi ég ykkur kannski að sjá fleiri nýmóðins húsgögn og önnur ferlíki.

2 ummæli: