16. maí 2015

Sófar í stúdentaíbúð

Ég átti alltaf eftir að sýna ykkur sófana sem við Vegard og Karl-Kristian vorum með í íbúðinni okkar í Þrándheimi. Þið trúið því sennilega ekki hvað við vorum heppin, en við borguðum ekki krónu fyrir þá (ég sver það). Vegard átti einn fyrir, sem hann hafði fengið gefins frá Kristoffer vini okkar (hann má sjá víða hér á blogginu), þegar Kristoffer flutti til Oslóar.

Ótrúlega lekker litasamsetning og munstur.
Þar sem að við vorum með stóra stofu og bjuggum beint á móti Samfundet (s.s. hinn fullkomni fyrirpartýsstaður) varð okkur fljótlega ljóst að við þyrftum 1-2 sófa í viðbót. Við ætluðum varla að trúa okkar eigin augum þegar við rákumst á þennan gefins á internetinu. Stór hornsófi alveg í stíl við þann sem við áttum fyrir.

Sjáið þetta fallega munstur. Hann var reyndar úr efni sem að ég vil helst ekki snerta, þannig að ég sat alltaf í hinum sófanum og naut bara fegurðarinnar þaðan.


2 ummæli:

  1. Þvílík heppni. Frábærir partýsófar!

    SvaraEyða
  2. Vááá ótrúlegt að hafa ekki þurft að borga fyrir þetta!

    SvaraEyða